Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Það er álit Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð efnistaka úr Ingólfsfjalli eins og hún er kynnt í matsskýrslu, sé ekki ásættanleg vegna verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra sjónrænna áhrifa og áhrifa á landslag sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér. Veiting framkvæmdaleyfis bryti því í bága við niðuðrstöðu stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum. Sjá álit Skipulagsstofnunar ásamt matsskýrslu Fossvéla ehf.

Nú er það á valdi Sveitarfélags Ölfuss að veita ekki leyfið og hlýta þannig niðurstöðu Skipulagsstofnunar og láta ekki undan þrýstingi frá hagsmunaaðilum námunnar, á kostnað umhverfisins.

Ljósmynd af námusvæðinu: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
April 25, 2006
Uppruni:
Skipulagsstofnun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Álit Skipulagsstofnunar neikvætt - Ingólfsfjallsmálið“, Náttúran.is: April 25, 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/alit_skipulagsstof_negative/ [Skoðað:Dec. 10, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 21, 2007
breytt: May 16, 2007

Messages: