Fréttastofa ABC fjallaði nýlega um ferðalag myndatökumannsins Scott Schulman til noðurheimskautsbaugsins. Schulman var staddur í 600 manna þorpinu Shishmaref sem er að fara undir sjó vegna loftslagsbreytinga.

"Þorpið er lifandi dæmi um hvaða áhrif loftslagsbreytingar geta haft á samfélög nálægt sjó. Síðustu 50 ár hefur hitastigið í Alaska hækkað fjórum sinnum hraðar en meðaltal hitastigs heims. Þessi breyting hefur haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir náttúruauðlind íbúa Shishamref: Ís."

Ísinn sem venjulega umlukti svæðið á veturnar og myndaði
varnarvegg gegn stormum sem gengu um svæðið, hefur
þynnst gífurlega.
Þar sem veðurfarið er orðið miklu heitara en það var áður,
hefur ísinn sem umlykur svæðið staldrað við miklu styttra en
áður. Afleiðingar þess er meiri veðrun!
Breytingar á ísnum hafa einnig þær afleiðingar í för með sér
að ákveðin dýr, sem áður fyrr voru brúkuð til matar, eru
búin að færa sig á aðrar slóðir.


Árið 2002 stóðu íbúar Shishmaref fyrir kosningu og var kosið um að færa bæinn 19 km suður. Flutningnum fylgir mikill kostnaður og gæti hann numið um 180 milljónir dali eða um 11 milljarða krónur.


Það sem er mest sláandi við þessa frétt er að Shishmaref er ekki eina þorpið í Alaska sem er að fara undir sjó heldur hafa 184 af 213 þorpum orðið fyrir hnjaski sökum loftslagsbreytinga.


Sjá frétt á fréttavef ABC

Birt:
29. maí 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Þorp í Alaska að fara undir sjó“, Náttúran.is: 29. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/29/orp-alaska-fara-undir-sj/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: