Íbúasamtök og annað áhugafólk um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu standa fyrir fundi í Iðnó í kvöld kl. 20:00 þar sem fjallað verður um þær hamfarir sem átt hafa sér stað í skipulagsmálum á höfuðborgarsvæðinu eftir einkavæðingu bankanna á Íslandi.

Fundinum er ætlað að marka upphafið af breyttum og bættum stjórnarháttum í þessum málaflokki. Fjöldi góðra ræðamanna tekur til máls og gefst fundargestum ráðrúm til að varpa fram fyrirspurnum. Bæjarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið boðið að sitja fundinn.
 
Græna netið hvetur því félaga til að sýna samtökum íbúa á höfuðborgarsvæðinu samstöðu með því að mæta á fundinn í Iðnó kl. 20:00 í kvöld.

Birt:
13. ágúst 2009
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „Skipulag spillingar í Iðnó í kvöld“, Náttúran.is: 13. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/13/skipulag-spillingar-i-iono-i-kvold/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: