Ákveðið hefur verið að rýma enn frekar á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Íbúum Fremstu-húsa og Höfða í Dýrafirði hefur verið gert að rýma hús sín. Eins ábúendum á Geirastöðum í Syðridal í Bolungarvík og á Kirkjubæ í Skutulsfirði. Þá á að rýma Tankinn innan Flateyrar, svo og Hraun í Hnífsdal.

Verið er að athuga hvort íbúar séu í Fremri- og Neðri-Breiðadal og í Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði.

Lögreglustjóri hefur hafið rýmingu í samráði við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Í tilkynningu segir að ákvörðun um rýmingu hafi verið tekin þar sem fyrri spá gekk ekki eftir og ofankoma hefur haldið áfram.
Birt:
March 3, 2009
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Frekari rýming á Vestfjörðum“, Náttúran.is: March 3, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/03/frekari-ryming-vestfjoroum/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: