Hvernig geta heimili sparað orku? er þýðingarmikil spurning. Engin ástæða er til að sóa orku og sá sem getur dregið úr orkunotkun vinnur bæði sigra fyrir heimilið og umhverfið. Þessari spurningu verður svarað á opinni málstofu á vegum Reykjavíkurborgar 22. júní næstkomandi.

Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópsku orkuvikunni annað árið í röð en hún stendur yfir dagana 18. - 22. júní. Markmiðið er að efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Markmið málstofunnar er að miðla hugmyndun og aðferðum til orkusparnaðar og til að vekja almenna umræðu um orkunotkun á Íslandi.

Í orkuvikunni eiga sér stað um 150 viðburðir um alla Evrópu, viðburðir sem eru tileinkaðir vistvænni orku og hvernig auka má hlutfall vistvænnar orku og draga úr notkun á mengandi orkugjöfum eins og kolum og jarðolíu.

Málstofan verður haldin í á sjöundu hæð Borgartúni 12-14 og stendur yfir í hádeginu. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar flytur ávarp. Fundarstjóri verður Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Eftifarandi erindi verða flutt:

  • Svala Georgsdóttir, sjálfboðaliði fjallar um Earth Hour í Reykjavík.
  • Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð fjallar m.a. um hvernig byggingar halda hita á Íslandi en niðurstöður hans koma á óvart.
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson hjá Landvernd spyr: Skiptir orkusparnaður máli í landi endurnýjanlegrar orku?
  • Einar Örn Jónsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur fjallar um einfaldar leiðir til orkusparnaðar.

Sjá vef Evrópsku orkuvikunnar.

Birt:
14. júní 2012
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Uppruni:
Reykjavíkurborg
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Málstofa um orkunotkun og orkusparnað“, Náttúran.is: 14. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/14/malstofa-um-orkunotkun-og-orkusparnad/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: