Þegar undirritaða bar að garði á græna tónleika Framtíðarlandsins í gær, föstudag má segja að það hafi verið fámennt en góðmennt. Hljómsveitirnar Hjaltalín, Benni Hemm Hemm, Bogomil Font og Flís og Sprengjuhöllin stigu á svið ásamt fleirum og eftir því sem leið á kvöldið fjölgaði í áhorf- og áhlustendahópnum. Skemmtileg stemmning ríkti og spenna var í loftinu vegna yfirvofandi kosninga en tónleikarnir marka jafnframt lok átaks Framtíðarlandsins í tengslum við Sáttmála um framtíð Íslands „Grátt eða Grænt“

Myndin er af einu veggspjaldi um tónleikana í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
12. maí 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „GRÆN FRAMTÍÐ? - Stórtónleikar á Nasa“, Náttúran.is: 12. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/12/grn-framt-strtnleikar-nasa/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. maí 2007

Skilaboð: