Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur stendur fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu í Reykjavík, fimmtudaginn 1. mars 2007 kl. 16:30
Terje Traavik prófessor í genavistfræði við háskólann í Troms
ø flytur opinberan fyrirlestur um áhættu erfðatækninnar, þekkta og óþekkta óvissuþætti.
-
Hvaða áhætta fylgir þvi að erfðabreyta lífverum, fóðir og matvælum?
Hver eru umhverfis- og heilsufarsáhrif erfðatækninnar?
Setning: Niels S. Olgeirsson, formaður MATVÍS
Fundarstjóri: Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri

Fréttatilkynning 27. febrúar 2007

Hver eru áhrif erfðatækni á öryggi umhverfis og neytenda?

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur hvetur til aukinnar og upplýstrar umræðu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi

Í dag, þriðjudaginn 27. febrúar 2007, kemur út kynningarbæklingur um erfðatækni og þær spurningar sem hún vekur. Það er Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur sem gefur bæklinginn út og vill með því vekja almenning og stjórnvöld til aukinnar vitundar um erfðatækni og hugsanleg áhrif hennar á umhverfi okkar, heilsufar og matvælaöryggi. Í bæklingnum er fjallað um erfðavísindin, áhættu sem fylgir notkun erfðatækni, reynslu af erfðabreyttri ræktun, athuganir á heilsufarsáhrifum erfðabreyttra matvæla, og stöðu þessara mála hérlendis samanborið við Evrópu.

Í tilefni af útkomu þessa rits mun þekktur norskur vísindamaður, Dr. Terje Traavik prófessor í genavistfræði við læknaskóla Tromsøháskóla, flytja fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. mars n.k. um rannsóknir á erfðatækninni og þeim áhættuþáttum sem henni fylgja. Mikill fengur er að komu prófessors Traavik hingað til lands, en hann stýrir hópum vísindamanna sem rannsaka umhverfisáhrif erfðabreyttra lífvera og áhrif erfðabreyttra afurða á heilsufar dýra.

Erfðabreytt – án samráðs?
Á undanförnum árum hafa margir Íslendingar vaknað til vitundar um hve erfðatækni er tekin að þrengja sér inn í daglegt líf þeirra með beinum og óbeinum hætti, án þess að þeir væru spurðir álits eða leyfis. Á borðum meirihluta landsmanna má finna erfðabreytt matvæli og matvæli framleidd með erfðabreyttum lífverum án þess að það komi fram á vörumerkingum. Bændur nota í vaxandi mæli kjarnfóður við eldi á búfé sínu, sem að drjúgum hluta er erfðabreytt þótt hvergi komi það fram á umbúðum.

Fæstum neytendum hefur sjálfsagt til hugar komið að kúamjólkin, eggin, kjúklingarnir og svínakjötið eru framleidd með innfluttu erfðabreyttu kjarnfóðri. Lambakjöt, skyr, eldisfiskur og aðrar íslenskar búvörur eru kynntar á erlendum gæðamörkuðum með tilvísun í hreinleika og náttúrulegar aðferðir, án þess að kaupendur hafi hugmynd um að kjarnfóðrið sem ól búféð er ríkulega blandað erfðabreyttu soja og maís. Og fyrir nokkrum árum uppgötvuðu íbúar á Suðurlandi að búið var að heimila útiræktun á erfðabreyttu byggi til lyfjaframleiðslu í hjarta þessa blómlegasta landbúnaðarhéraðs landsins, án þess að opinbert samráð eða óháð umhverfis- og áhættumat hafi farið fram um það.

Upplýst umræða – Varúðarsjónarmið að leiðarljósi
Erfðatækni er tiltölulega nýtt svið þar sem tilfærslu á erfðaefni milli óskyldra lífvera er beitt til að ná fram tilteknum eiginleikum. Á undanförnum árum hafa vaknað áleitnar spurningar um afleiðingar hennar fyrir vistkerfið og heilsufar manna og dýra. Útkoma kynningarbæklings um erfðatækni er liður í viðleitni Kynningarátaksins til að efla vitund almennings um kosti og galla erfðabreyttra lífvera og til að tryggja rétt neytenda og framleiðenda til hlutlægra upplýsinga um þá áhættu sem tekin er með framleiðslu þeirra og neyslu.

Krafan um merkingarskyldu: Óskertan rétt til hlutlægra upplýsinga
Sá réttur verður þó ekki tryggður án viðhlítandi merkinga á erfðabreyttum afurðum. Þess vegna fagnar Kynningarátakið ákvörðun umhverfisráðherra um að setja reglugerð um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Stjórn átaksins hefur drög að reglugerð þessari nú til skoðunar og mun skila formlegu áliti sínu á næstu dögum. Ljóst er þó að drögin ganga skemmra en þær reglur sem lönd Evrópusambandsins hafa sett sér t.d. varðandi mengun í matvælum og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, auk þess sem þau taka ekki til annarra veigamikilla þátta, s.s. erfðabreytts fóðurs og afurða búfjár sem alið er á slíku fóðri.

Kynningarátakið hvetur íslensk stjórnvöld til að taka nú þegar upp reglur sem eru a.m.k. jafngildar þeim er gilda um erfðabreyttar lífverur í löndum Evrópusambandsins. Því er jafnframt beint til umhverfisráðherra að íslensk löggjöf um merkingar erfðabreyttra afurða verði öðrum þjóðum til fyrirmyndar um rétt neytenda og framleiðenda til hlutlægra upplýsinga.

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur:

Fæstum neytendum hefur sjálfsagt til hugar komið að kúamjólkin, eggin, kjúklingarnir og svínakjötið eru framleidd með innfluttu erfðabreyttu kjarnfóðri. Lambakjöt, skyr, eldisfiskur og aðrar íslenskar búvörur eru kynntar á erlendum gæðamörkuðum með tilvísun í hreinleika og náttúrulegar aðferðir, án þess að kaupendur hafi hugmynd um að kjarnfóðrið sem ól búféð er ríkulega blandað erfðabreyttu soja og maís. Og fyrir nokkrum árum uppgötvuðu íbúar á Suðurlandi að búið var að heimila útiræktun á erfðabreyttu byggi til lyfjaframleiðslu í hjarta þessa blómlegasta landbúnaðarhéraðs landsins, án þess að opinbert samráð eða óháð umhverfis- og áhættumat hafi farið fram um það.

Upplýst umræða – Varúðarsjónarmið að leiðarljósi
Erfðatækni er tiltölulega nýtt svið þar sem tilfærslu á erfðaefni milli óskyldra lífvera er beitt til að ná fram tilteknum eiginleikum. Á undanförnum árum hafa vaknað áleitnar spurningar um afleiðingar hennar fyrir vistkerfið og heilsufar manna og dýra. Útkoma kynningarbæklings um erfðatækni er liður í viðleitni Kynningarátaksins til að efla vitund almennings um kosti og galla erfðabreyttra lífvera og til að tryggja rétt neytenda og framleiðenda til hlutlægra upplýsinga um þá áhættu sem tekin er með framleiðslu þeirra og neyslu.

Krafan um merkingarskyldu: Óskertan rétt til hlutlægra upplýsinga
Sá réttur verður þó ekki tryggður án viðhlítandi merkinga á erfðabreyttum afurðum. Þess vegna fagnar Kynningarátakið ákvörðun umhverfisráðherra um að setja reglugerð um merkingar á erfðabreyttum matvælum. Stjórn átaksins hefur drög að reglugerð þessari nú til skoðunar og mun skila formlegu áliti sínu á næstu dögum. Ljóst er þó að drögin ganga skemmra en þær reglur sem lönd Evrópusambandsins hafa sett sér t.d. varðandi mengun í matvælum og rekjanleika erfðabreyttra matvæla, auk þess sem þau taka ekki til annarra veigamikilla þátta, s.s. erfðabreytts fóðurs og afurða búfjár sem alið er á slíku fóðri.

Kynningarátakið hvetur íslensk stjórnvöld til að taka nú þegar upp reglur sem eru a.m.k. jafngildar þeim er gilda um erfðabreyttar lífverur í löndum Evrópusambandsins. Því er jafnframt beint til umhverfisráðherra að íslensk löggjöf um merkingar erfðabreyttra afurða verði öðrum þjóðum til fyrirmyndar um rétt neytenda og framleiðenda til hlutlægra upplýsinga.

Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur:

  • Landvernd
  • MATVÍS
  • Náttúrulækningafélag Íslands – NLFÍ
  • Neytendasamtökin
  • Vottunarstofan Tún


Kynningarátak um erfðabreyttar lífverur heldur úti heimasíðunni www.erfdabreytt.net.

Nánari upplýsingar:
Gunnar Á. Gunnarsson, s. 820 4130, tun@mmedia.is

Einnig má hafa samband við:
Jóhannes Gunnarsson, s. 897 5008, jg@ns.is
Björg Stefánsdóttir, s. 552 8191, nlfi2@simnet.is
Bergur Sigurðsson, s. 552 5242, bergur@landvernd.is
Níels S. Olgeirsson, s. 580 5200, niels@matvis.is

Birt:
1. mars 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áhætta erfðatækninnar - Fyrirlestur í Norræna húsinu“, Náttúran.is: 1. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/ahaetta_erfdataekninnar/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: