Reyniber800 g reyniber
1 gult epli
3-4 dl vatn
500-600 g. sykur
1/2 dl viskí eða koníak

Tínið vel þroskaða reyniberjaklasa og frystið.
Takið úr frysti og þýðið, hreinsið berin vel.
Eplið skorið í frekar litla bita.

Allt sett í pott og soðið þar til berin glansa. Froðan veidd ofan af. Sultan látin kólna aðeins áður en viskíinu eða koníakinu er bætt út í. Hellt á krukkur. Verði ykkur að góðu.

Uppskrift frá Höllu Hallgrímsdóttur.

Ljósmynd: Reyniberjaklasi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
20. ágúst 2014
Tilvitnun:
Halla Hallgrímsdóttir „Reyniberjasulta“, Náttúran.is: 20. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2010/08/29/reyniberjasulta/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. ágúst 2010
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: