Vert er að minna á að þann 31. janúar rennur úr frestur til að sækja um til Ferðamaálstofu styrki vegna úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast sem fyrr í þrjá meginflokka og sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningastöðum.

Styrkir skiptast  í þrjá meginflokka:

1. Til minni verkefna:
Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega  verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. 

2. Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum:
Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við vinnureglur sem lesa má um á vef Ferðmálastofu.

Mynd af nýja hverasvæðinu sem varð til í Hveragerði við Suðurlandsskjálftana 2008. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
20. janúar 2009
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum“, Náttúran.is: 20. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/20/feroamalastofa-auglysir-styrki-til-urbota-i-umhver/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: