Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn er 16. júní
Umhverfisráðuneytið og Landgræðsla ríkisins standa fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 16. júní á Grand Hótel í tilefni af alþjóðlega jarðvegsverndardeginum, sem er 17. Júní. Boðið verður upp á morgunmat frá kl. 8:00 en fundurinn hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10:00.
Dagskrá:
- Setning: Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
- Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra.
- Hlutverk og framkvæmd jarðvegsverndarstefnu Evrópusambandsins. Dr. Luca Montanarella, yfirmaður jarðvegsverndardeildar Institute of Environment and Sustainability í Ispra á Ítalíu. Sú stofnun er hluti af neti rannsóknastofnana Evrópusambandsins.
- Fósturmold ‐ gildi og verndun moldar. Próf. Ólafur Arnalds, Landbúnaðarháskóla Íslands
- Umræður.
Hafdís Gísladóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, stýrir fundinum.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Jóns Ragnars Björnssonar á netfangið jon.ragnar@land.is, eða í síma 8629953.
Birt:
6. júní 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn er 16. júní“, Náttúran.is: 6. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/06/althjoolegi-jarovegsdagurinn-er-16-juni/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júní 2009