Rafbílavæðing Reykjavíkur samþykkt
Reykjavík stefnir að því að verða forystuborg á heimsvísu í rafbílavæðingu. Umhverfis- og samgönguráð stofnaði í dag starfshóp sem á að finna leiðir til að ná þessu markmiði eins fljótt og auðið er. Kjöraðstæður eru taldar vera fyrir hendi í Reykjavík til að gera borgarbúum fært að reka rafbíla í borginni á hagkvæman hátt.
Samgöngur er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni og hefur mikil áhrif á loftgæði. Kosturinn við raforkuna sem knýr bílana er að hún er innlend, endurnýjanleg, ódýr og einnig mun draga verulega úr loftmengun og losun gróðurhúslofttegunda. Aðstæður þurfa vera með því móti að auðvelt verði að hlaða bílana hvort sem er heima fyrir, í vinnunni eða annars staðar í borginni. Starfshópurinn mun meðal annars gera áætlun um rafbílavæðingu og kanna aðstæður til að innleiða hleðslukerfi í borginni.
Lagt er til í tillögunni að starfshópurinn verði skipaður fulltrúnum meiri- og minnihluta ráðsins. sérfræðingar af Umhverfis- og samgöngusviði, háskólastofnun og fulltrúa Orkuveita Reykjavíkur munu eiga aðild að starfshópnum. Jafnframt verður samgönguyfirvöldum boðin þátttaka. Hópurinn á að skila skýrslu ásamt tillögum í mars 2010.
Tillagan um rafbílaborgina Reykjavík
Mynd: Rafbíllin Reva.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Rafbílavæðing Reykjavíkur samþykkt“, Náttúran.is: 27. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/27/rafbilavaeoing-reykjavikur-samthykkt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. nóvember 2010