Svifryk langt yfir heilsuverndarmörkum
Svifryksgildi mældist há við Grensásveg í Reykjavík í gær. Hálftímagildið klukkan 15:30, þ. 2. nóvember, mældist yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Meðaltal frá miðnætti er 113.
Hér er um staðbundin áhrif á Grensásvegi að ræða, sennilega vegna uppþyrlunar ryks frá götum, frá framkvæmdasvæðum eða salts úr sjónum. Þetta bendir til að gildi svifryks sé einnig hátt á fleiri stöðum í borginni, t.d. við helstu umferðargötur.
Vindstyrkur mældist við Grensásveg yfir sjö m/s. Þurrviðri var í Reykjavík í gær, rakastig lágt og jörð þurr.
Birt:
3. nóvember 2010
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Svifryk langt yfir heilsuverndarmörkum“, Náttúran.is: 3. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/03/svifryk-langt-yfir-heilsuverndarmorkum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.