Nýjustu fréttir af mælingum og spám Veðurstofunnar í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli
Aukin sjálftavirkni í morgun. Fjórir skjálftar frá því rétt fyrir klukkan 9. Þeir eru 1 til 1,5 á stærð. Þá hafði skjálfti ekki mælst síðan rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi.
Gosstrókar fóru upp fyrir 8 km hæð þrisvar í morgun en er að jafnaði í um 5 kílómetra hæð. Óróatoppar komu fram á svipuðum tíma á skjálftamælum. Þeir voru þó orkuminni en púlsar sem komu fram fyrir hlaupið í gær. Óróatopparnir sjálst á jarðskjálftamælum frá Kaldárseli í Hafnarfirði að Kálfafelli í Suðursveit.
Nú er ákveðin vestanátt yfir Eyjafjallajökli. Öskufall gæti því orðið frá eldstöð og austur á Höfn í Hornafirði. Því er spáð að vindátt snúist í norðanátt í kvöld og þá má búast við að aska falli suður af eldstöðinni. Ekki er búist við breytingum á háloftavindum í dag og því er búist við að aska haldi áfram að berast yfir Evrópu.
Ljósmynd: Gígjökull fyrir gos. Myndin er tekin á svæði sem er gjörbreytt nú eftir að gosið hófst. ©Árni Tryggvason.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Nýjustu fréttir af mælingum og spám Veðurstofunnar í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli“, Náttúran.is: 16. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/16/nyjustu-frettir-af-maelingum-og-spam-vedurstofunna/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.