Um þessar mundir eru staddar á Íslandi tvær baráttukonur sem hafa haft náin kynni af álrisunum Alcoa og Alcan í heimalöndum sínum. Það eru þær Lerato Maria Maregele frá Suður-Afríku og Attilah Springer frá Trinidad.

Í ljósi umtals um byggingu álvers í Þorlákshöfn ætla þær Lerato og Attilah að deila reynslu sinni af baráttunni við Alcoa og Alcan með íbúum Þorlákshafnar á opnum borgarafundi þar sem minna þekktar og jafnvel óvæntar hliðar á starfsemi þessara fyrirtækja verða ræddar.
Fundurinn fer fram næstkomandi sunnudagskvöld, 15. júlí í sal Kiwanisfélagsins Ölver við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn kl. 20:00 stundvíslega.

Allt áhugafólk um framtíð Þorlákshafnar og atvinnumál á Suðurlandi er hvatt
til að mæta! Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Myndin er af akkeri fyrir framan ráðhús Ölfuss. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. júlí 2007
Höfundur:
Skipuleggjendur
Tilvitnun:
Skipuleggjendur „Reynslan af Alcan og Alcoa á heimsvísu“, Náttúran.is: 13. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/13/reynslan-af-alcan-og-alcoa-heimsvsu/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júlí 2007

Skilaboð: