Rafbílavæðingin hafin á Spáni
Orð dagsins 21. október 2008.
Franski bílaframleiðandinn Renault hefur hafið samstarf við spænsk yfirvöld um rafbílavæðingu Spánar. Vonir standa til að fyrir árslok 2011 verði um 1 milljón rafbíla komin á götuna. Raforkufyrirtæki á Spáni hafa einnig sýnt verkefninu áhuga. Vonir standa til að verkefnið hleypi nýju lífi í framleiðsluna hjá Renault, en sala á nýjum bílum hefur dregist mjög saman að undanförnu. Nokkur önnur Evrópuríki eru þegar með svipuð verkefni á teikniborðinu.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
21. október 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Rafbílavæðingin hafin á Spáni“, Náttúran.is: 21. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/21/rafbilavaeoingin-hafin-spani/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.