Íslenska kalkþörungafélagið ehf. fær vottun frá Túni
Í dag afhenti Vottunarstofan Tún Íslenska kalkþörungafélaginu efh. vottun þess efnia að starfsemi fyrirtækisins samræmist reglum varðandi vinnslu og nám náttúrulegra afurða til lífrænnar ræktunar.
Vottun Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. er tvíþætt: (a) kalkþörunganáms á botni Arnarfjarðar, svo og flutnings og meðferðar á hráefninu áður en það er tekið til frekari vinnslu, og (b) úrvinnslu kalkþörunganna og framleiðslu á hágæða fóðri og fóðurbætiefnum.
Birt:
28. apríl 2007
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Íslenska kalkþörungafélagið ehf. fær vottun frá Túni“, Náttúran.is: 28. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/28/slenska-kalkrungaflagi-ehf-fr-vottun-fr-tni/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. janúar 2008