Nýtt efni sem vísindamenn við ríkisháskólann í Ohio-ríki Bandaríkjanna gæti hjálpað bílum að komast enn lengra á hverjum bensínlítra. Efnið breytir hita í rafmagn, en aðeins um fjórðungur þeirrar orku sem bensínvél framleiðir ný tist til að færa bílinn á meðan afgangurinn tapast í formi hita.

Stjórnendur verkefnisins í háskólanum í Ohio segja að með hjálp efnisins ætti að vera hægt að nýta bensín á bílum 10% betur. Tæknin hefur í raun verið til staðar um nokkurt skeið en hefur ekki verið talin hagkvæm fyrr en nú, þegar olíuverð er hærra en áður.

Vísindamennirnir telja mögulegt að framleiða bíla sem nýta sér nefnt kerfi innan 10 ára.

Birt:
26. júlí 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Nýtt efni gerir mögulegt að nýta hita til að knýja bíl áfram“, Náttúran.is: 26. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/26/nytt-efni-gerir-mogulegt-ao-nyta-hita-til-ao-knyja/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: