Snyrtivörur fyrir börn innihalda iðulega ofnæmisvaldandi efni. Þetta á m.a. við um prinsessuilmvötn, glimmersjampó, hárskol, tannkrem með ávaxtabragði og freyðibaðsdýr. Ofnæmishættan í þessum tilvikum stafar af illmefnum og rotvarnarefnum sem varan inniheldur. Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) kannaði nýlega efnainnihald í 208 mismunandi vörutegunum af þessu tagi. Í ljós kom að 74% þeirra innihéldu eitt eða fleiri ilmefni og 63% innihéldu rotvarnarefni. Umbúðir utan um þessar vörur geta einnig verið varasamar ef þær eru notaðar sem leikföng.
Lesið frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 18. des. sl.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
20. desember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 20. desember 2007“, Náttúran.is: 20. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/20/oro-dagsins-20-desember-2007/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. nóvember 2010

Skilaboð: