Vessakerfið samanstendur af a) vessaæðum er taka við vökva sem er milli fruma í vefjum og skila honum aftur í blóðið, b.) vessa (sogæðavökva) sem flytur næringarefni og úrgangsefni, c.) eitlum sem hreinsa sýkla og eiturefni úr vessanum, d.) hóstarkirtli sem gegnir mikilvægu hlutverki í ónæmiskerfinu og e) milta sem á þátt í að þroska eitilfrumur líkamans og átfrumur þar eyða sýklum og slitnum og skemmdum blóðfrumum.
Vessakerfið gegnir þremur meginhlutverkum: a) það á þátt í að viðhalda vökvajafnvægi í líkamanum, b.) það sérhæfir ónæmisfrumur og er því mikilægur þáttur í varnarkerfi líkamans og c) það tekur upp fituefni úr þörmum og skilar þeim í blóðið.
Vessinn berst eftir vessaæðum fyrir tilstuðlan samdráttar í nærliggjandi beinagrindarv0ðum. Öndun, einkum djúp öndun, skapar þrýstingsmun á líkamanum og stuðlar þannig að flutningi vessa um vessaæðar. Vessakerfið´er í eðli sínu hægvikrt og þarf því á allri fáanlegri hjálp að halda til þess að geta gegnt hlutverki sínu svo vel fari. Reglulegar líkams- og öndunaræfingar eru því mikilvægar til þess að trygja heilbrigði vessakerfisins.
Bólgnir eitlar eru merki um að líkaminns é að berjast við sýkingu og geta verið vísbending um að vessakerfið þurfi hjálp í þeirri baráttu.



Líkamsæfingar

Svo undarlega sem það kann að hljóma er besta leiðin til þess að koma hreyfingu á vessann að æfa á fjaðradýnu (trampolíni). Byrjið á því að hoppa varlega á fjaðradýnunni með handleggi slaka. Síðar er gott að nota fjaðradýnuna til þess að ganga á. Lyftið þá hnjánum nokkuð hátt upp og haldið handleggjunum beint út frá öxlunum, Fjaðradýnuæfingar í tíu mínútur daglega ættu að nægja. Það styrkir einnig vessakerfið að hlaupa þar sem mjúkt er undir og synda.

Mataræði

Ef grunur leikur á að vessakerfið starfi ekki sem skyldi er vænlegast til árangurs að forðast alla óæskilega fæðu. Með því er átt við þær fæðutegundir sem að lokinni meltingu skilja eftir sig ýmis efni sem vessakerdið þarf að hreinsa úr líkamanum.

Óæskilegar fæðutegundir fyrir vessakerfið eru m.a.
*rautt kjöt, sérstaklega nautakjöt og svínakjöt,
*allur unninn matur, þ.m.t. dósa – og pakkamatur,
*feitur og steiktur matur,
*skelfiskur,
*fituríkar mjólkurvörur,
*edik og sýrður matur,
*sykur og sykraður matur
*flest blönduð krydd, t.d. sítrónupipar og ýmsar aðrar kryddblöndur (t.d. Aromat og Season All),
*tilbúin aukaefni, rotvarnarefni, litarefni og bragðefni,
*kaffi, sterkt te, kakó, gosdrykkir og áfengi.

Æskilegar fæðutegundir eru m.a.
*hýðishrísgrjón, hirsi, bókhveiti, hafrar, heilhveiti og maísmjöl.
* ferskir ávextir,
* ferskt grænmeti
* laukur og hvítlaukur,
* fiskur og fuglakjöt,
*ný egg,
*hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir,
*kaldpressuð olía,
*sjávarsalt og óblönduð jurtakrydd,
*vatn, jurtate, grænmetisssafi og hreinn ávaxtasafi,
*kornkaffi

Styrkjandi jurtir fyrir vessakerfið

Sólblómahattur, hvítlaukur, gulmaðra, vallhumall morgunfrú, þrenningarfjóla og rauðsmári.
Þessar jurtir má nota í öllum tilvikum þar sem vessakerfið er talið þurfa styrkingar við, hvort sem um er að ræða eitlabólgu, krabbmein eða eyðni.




Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Vessakerfið“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/vessakerfi/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: