Dregur úr olíueyðslu
Árni Bergmann Pétursson, forstjóri Rafs ehf. á Akureyri, hlaut í gær Umhverfisverðlaun LÍÚ 2009. Viðurkenninguna fékk hann fyrir rannsóknar- og þróunarvinnu við svokallaða rafbjögunarsíu. Notkun búnaðarins, sem er framleiddur hjá HBT, um borð í fiskiskipum hefur leitt til allt að tíu prósenta olíusparnaðar með tilheyrandi minnkun útblásturs. Það staðfesta mælingar úr skipum Þorbjarnar hf. í Grindavík, þar sem þessi búnaður hefur verið settur upp.
Afhending Umhverfisverðlauna LÍÚ er orðin fastur þáttur í störfum aðalfundar samtakanna. Verðlaunin voru nú afhent í ellefta sinn. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afhenti Árna verðlaunin á aðalfundi LÍÚ í gær.
Sjá nánar um Raf á vef fyrirtækisins rafehf.is.
Mynda af oilinvestmentjournal.com.
Birt:
Tilvitnun:
shá „Dregur úr olíueyðslu“, Náttúran.is: 30. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/30/dregur-ur-oliueyoslu/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.