Er virkjun jarðvarma sjálfbær?
Stofnun Sæmundar fróða og umhverfisráðuneytið bjóða til „Stefnumóts um sjálfbærni jarðvarmavirkjana“ miðvikudaginn 6.maí 2009 kl 12:00-13:30 en Stefnumót Sæmundar Fróða og umhverfisráðuneytisins eru að jafnaði haldin í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands.
- Stefán Arnórsson prófessor nefnir erindi sitt Háhitasvæði, umhverfisáhrif eða sjálfbær nýting.
- Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur á Umhverfisstofnun talar um Jarðhitavirkjanir og brennisteinsvetni. Á eftir eru almennar umræður.
Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir.
Stefnumótin eru opnir fundir um mál sem efst eru á baugi.
Allir eru velkomnir.
Birt:
4. maí 2009
Tilvitnun:
NA „Er virkjun jarðvarma sjálfbær?“, Náttúran.is: 4. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/04/er-virkjun-jarovarma-sjalfbaer/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.