Orð dagsins 16. júní 2008

Á árinu 2006 sluppu rúm 500 tonn af brómeruðum eldvarnarefnum út í umhverfið með norskum úrgangi, þar af um 70% með raftækjaúrgangi sem ekki var skilað inn til endurvinnslu. Norðmenn stefna að því að ná tökum á brómeruðum eldvarnarefnum í úrgangi fyrir árið 2010, en nokkur þessara efna hafa tilhneigingu til að safnast upp í lífkeðjunni og hafa skaðleg áhrif á umhverfi og heilsu. 
Lesið fréttatilkynningu SFT í dag

Birt:
16. júní 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Brómeruð eldvarnarefni valda skaða“, Náttúran.is: 16. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/18/bromeruo-eldvarnarefni-valda-skaoa/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. júní 2008

Skilaboð: