Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningasamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkisins við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.

Ráðstefna 11.-12. maí
Nú er tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar. Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar, til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí næstkomandi. Allir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi eða ferðamálaum eru hvattur til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríksi og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.

Dagskrá:
Á Markaðstorgi menningarinnar munu menningarráðin á landsbyggðinni kynna starfsemi sína og bjóða upp á nokkur atriði sem henni tengjast.

Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum, spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna?   Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi á Austurlandi og Dr. Guðrún Helgadóttir prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum í Hjaltadal verða frummælendur og þátttakendur í pallborðsumræðum ásamt fulltrúum frá iðnaðar- og menntamálaráðuneyti.

Meðal margra góðra gesta sem flytja erindi á ráðstefnunni má nefna Jón Jónsson þjóðfræðing og ferðaþjónustubónda, á Kirkjubóli á Ströndum, Dögg Mósesdóttur kvikmyndagerðarkonu, Viðar Hreinsson bókmenntafræðing, Hjálmar Sveinsson heimspeking og þáttargerðarmann á Rás 1, Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóli Íslands, Þór Sigfússon hagfræðing og forstjóra, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur þáttargerðarmann á Rás 1, Svanhildi Konráðsdóttur, formann Ferðamálaráðs og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðing og verkefnastjóra hjá ReykjavíkurAkademíunni, Sturlu Böðvarsson alþingismann og fyrrv. ráðherra og Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og leikskáld. (Birt með fyrirvara um breytingar)

Nokkrar hagnýtar upplýsingar:
Ráðstefnan verður haldin á Hótel Stykkishólmi 11.-12. maí 2009.

Ráðstefnan verður sett klukkan 11:00 mánudaginn 11. og henni slitið klukkan 17:00 þriðjudaginn 12. maí. Dagskráin verður kynnt nánar síðar.

Ráðstefnugjald er 9000 kr. Innifalið er hádegisverður, kvöldverður (án drykkja), kaffiveitingar og kynnisferð.

Þátttakendur greiða sjálfir fyrir gistingu og panta hana sérstaklega. Hótel Stykkishólmur býður upp á sérstakt  tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti. Gisting í eina nótt fyrir manninn kostar  5000 kr. í tveggja manna herbergi og 6000 kr. í eins manns herbergi. Bókanir eru í gegnum netfangið hotel@hringhotels.is

Nánari upplýsingar um dagskrá kemur inn á vef Ferðamálastofu er nær dregur ráðstefnunni.

Skráning:
Skráning á ráðstefnuna fer fram hér á vefnum. Skráning á ráðstefnuna Menningarlandið 2009.
Birt:
24. apríl 2009
Höfundur:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Menningarlandið 2009“, Náttúran.is: 24. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/24/menningarlandio-2009/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: