Fræðaþing landbúnaðarins 2009 verður haldið dagana 12. - 13. febrúar. Fræðaþingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Dagskrá Fræðaþingsins er full af áhugaverðu efni sem snertir það nýjasta í þróun og rannsóknum fyrir landbúnaðinn og matvælaframleiðsluna í landinu. Fræðaþing landbúnaðarins endurspeglar það sem fræðasamfélagið er að vinna fyrir landbúnaðinn í dag og gefur einnig góða mynd af því sem bændasamfélagið kallar eftir.

Framtíð hins nýja Íslands byggist á því að vel sé að landbúnaðinum búið til að við getum lifað í landi sem getur orðið að sem mestu leiti sjálfbært um fæði, klæði og aðrar nauðsynjar.

Hægt er að skrá sig til þátttöku með því að smella hér.

Hér að neðan má sjá alla dagskrána: 

Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins 2009

Sameiginleg dagskrá:

Fimmtudagur 12. febrúar –  Fundarsalur IE, Sturlugötu 8

Fundarstjóri:  Magnús B. Jónsson
08:15 Skráning og afhending gagna
09:00 Setning: Sigurður Guðjónsson        
09:10  Þjóðhagslegur kostnaður núverandi landbúnaðarkerfis á Íslandi. Daði Már Kristófersson
09.40 Kaffihlé
10:00  "The Common Agricultural Policy up to 2013: models for implementation". Simon Kay, Action leader of GeoCAP (ex-MARS PAC), European Joint research Center, Ispra Italy.
10:30 Áhrif aðildar að Evrópusambandinu á umhverfi landbúnaðarins Guðmundur Sigþórsson
11:00 Almennar umræður
12.00 Hádegishlé

Fimmtudagur 12. febrúar e.h.  Fundarsalir á 2. hæð RSHS

Samhliða málstofur:

Málstofa A: Matvælaframleiðsla í breyttum heimi – Harvard 2. Fundarstjóri: Sigríður Jóhannesdóttir
13:00 Breytt umhverfi – ný tækifæri fyrir Ísland í nýsköpun og framýróun. Sjöfn Sigurgísladóttir
13:20 Hagnýting rekjanleika. Upprunamerkingar. Sveinn Margeirsson
13:40 Tækifæri í lífrænni fiskeldisframleiðslu. Helgi Thorarensen og Gunnar Á. Gunnarsson
14:00 Frjálst flæði búfjárafurða. Jón Gíslason
14:20 Hætta á að búfjársjúkdómar berist til landsins. Halldór Runólfsson
14:40 Sjúkdómsvaldandi örverur í búfjárafurðum. Sigurborg Daðadóttir
15:00 Auðlindanotkun í framleiðslu hráefnis til matvælaframleiðslu. Jón Árnason
15:20 Hlutur skógræktar í ræktunarlandi framtíðarinnar. Björn Traustason, Fanney Ósk Gísladóttir
15:40 Umræður og fyrirspurnir

16:00-18:00 Veggspjaldasýning og léttar veitingar
19:30-23:00 Kvöldskemmtun

Málstofa B: Menntun í landbúnaði,  tækifæri og framtíðarsýn – Stanford 1 og 2

Fundarstjóri: Hellen M. Gunnarsdóttir

13:00 Straumar og stefnur í háskólamálum. Ágúst Sigurðsson
13:20 Sérhæfing og nýsköpun í háskólamenntun á landsbyggðinni. Skúli Skúlason
13:40 Starfsmenntun á háskólastigi. Guðrún Helgadóttir
14:00  Þróun háskólamenntunar í náttúrufræði og búvísindum á Íslandi. Björn Þorsteinsson
14:20  Vísindin efla alla dáð – Rannsóknarnám í landbúnaði. Laufey Steingrímsdóttir
14:40  Hlutverk og tækifæri endurmenntunar í landbúnaði. Guðrún Lárusdóttir
15:00  Þróun og uppbygging náms í hestamennsku og hrossarækt. Víkingur Gunnarsson
15:20  Þróun og framtíðarhorfur í matvælatengdu námi. Guðjón Þorkelsson
15:40  Umræður

16:00-18:00  Veggspjaldasýning og léttar veitingar
18:00-22:00  Kvöldskemmtun

Föstudagur 13. febrúar f.h.

Samhliða málstofur:

Málstofa C: Nýsköpun í dreifbýli, - smáframleiðsla matvæla – Harvard 2

Fundarstjóri: Sveinn Margeirsson

09:00 Frumleg hugsun - forskot í framtíðinni. Arna Björg Bjarnadóttir    
09:20 Nýsköpun og fjölþætting tekjustofna á býlum. Anna Karlsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Elísabet Vésteinsdóttir
09:40 Þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu. Eyrún Jenný Bjarnadóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir
10:00  Verðmæti úr bæjarlæknum – er búhnykkur í bleikjueldi? Ólafur Sigurgeirsson
10:20  Kaffihlé
10:40  Matvæli beint frá býli, heilbrigðiskröfur heimaframleiðslu. Sigurður Örn Hansson
11:00  Vöruþróun matvæla í smáum fyrirtækjum. Þóra Valsdóttir
11:20  Áhugi ferðamanna á svæðisbundnum mat, niðurstöður spurningakannana. Laufey Haraldsdóttir
11:40 Stefnumótun í smáframleiðslu á Íslandi. Guðmundur H. Gunnarsson
12:00  Umræður
12:30 Hádegishlé

Málstofa  D:  Aðbúnaður og heilbrigði búfjár (1/1 dagur)  –  Stanford 1 og 2

Fundarstjóri:  Bragi Líndal Ólafsson

09:00 Siðfræðileg álitamál í sambandi við búfjárframleiðslu. Torfi Jóhannesson    
09:20 Atferli búfjár og hönnunarforsendur nærumhverfis þess Snorri Sigurðsson
09:40 Velferð mjólkurkúa í lausagöngufjósum. Andrea Ruggeberg, Emma Eyþórsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson Unnsteinn S. Snorrason og Christoph Winckler
10:00 Erfðagreiningar dýra. Sigríður Hjörleifsdóttir, Sigurlaug Skírnisdóttir, Alexandra M. Klonowski, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir og Kristinn Ólafsson
10:20 Kaffihlé
10:40 Fóðurnýting íslenskra reiðhesta, er hún einstök? Sveinn Ragnarsson
11:00 Atferli hesta á húsi: áhrif stíustærðar og fjölda í stíu. Sigtryggur Veigar Herbertsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir        
11:20 Hross í hollri vist – staða hesthúshönnunar á Íslandi. Sigtryggur Veigar Herbertsson og Snorri Sigurðsson
11:40 Útivist kúa og notkun mjaltaþjóna. Snorri Sigurðsson og Helgi Björn Ólafsson
12:00 Umræður og fyrirspurnir
12:30 Hádegishlé

Málstofa E:   Vatnavistfræði – Princeton 2

Fundarstjóri:  Sigurður Guðjónsson

09:00  Þörungar og smádýralíf í Lagarfljóti. Jón S. Ólafsson, Haraldur R. Ingvason og Iris Hansen
09:20 Lífsferlar hryggleysingja í straumvatni. Elísabet Hannesdóttir
09:40 Mikilvægi vistfræðilegra þátta fyrir fjölbreytileika dvergbleikju. Bjarni K. Kristjánsson, Skúli Skúlason, Kalina Kapralova og Sigurður S. Snorrason
10:00 Óðalsatferli bleikju- og urriðaseiða í ám. Guðmundur S. Gunnarsson og Stefán Ó. Steingrímsson
10:20 Kaffihlé
10:40 Göngumynstur og hrygningarstaðir laxa í Laxá í Aðaldal. Kristinn Ólafur Kristinsson, Guðni Guðbergsson og Gísli Már Gíslason
11:00 Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum. Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson
11:20 Lífþyngd og framleiðsla smáseiða og gönguseiða lax  í Vesturdalsá og Elliðaám. Þórólfur Antonsson, Friðþjófur Árnason og Ingi Rúnar Jónsson
11:40 Framvinda fiskstofna í miðlunar- og uppistöðulónum. Guðni Guðbergsson
12:00 Umræður og fyrirspurnir
12.30 Hádegishlé

Föstudagur 13. febrúar e.h.

Málstofa F:   Jarðrækt, belgjurtir og áburður – Stanford 1 og 2

Fundarstjóri: Jóhannes Símonarson

13:30 Meiri belgjurtir: meira og betra fóður – minni áburður? Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, Þórdís Kristjánsdóttir og Þórey Ólöf Gylfadóttir
13:50 Notkun smára til beitar og sláttar. Jóhannes Sveinbjörnsson, Þórey Ólöf Gylfadóttir og Steingrímur Þór Einarsson  
14:10 Niturferlar í hvítsmáratúni - áhrif hitastigs og smárastofna á niturnám. Þórey Ólöf Gylfadóttir, Matthias Zielke og Áslaug Helgadóttir
14:30 Niturnám úr lofti í belgjurtum og tveimur trjátegundum. Friðrik Pálmason, Jón Guðmundsson og Halldór Sverrisson
14:50 Sjúkdómar í íslensku byggi - Greining á tegundum, erfðafjölbreytileika og sýkingarhæfni íslenskra sveppastofna
Tryggvi Sturla Stefánsson og Jón Hallsteinn Hallsson
15:10 Kaffihlé
15:30  Nitur, fosfór og kalí  í áburðartilraunum á Geitasandi. Guðni Þorvaldsson, Þorsteinn Guðmundsson og Hólmgeir Björnsson
15:50  Leið til að lækka áburðarkostnað á kúabúum - bætt nýting búfjáráburðar. Þóroddur Sveinsson
16:10 Nýting sláturúrgangs í áburð, kjötmjöl og molta. Valgeir Bjarnason
16:30 Umræður
17:00 Ráðstefnuslit

Málstofa G:  Frá sandi til skógar – Princeton 2

Fundarstjóri:  Þórunn Pétursdóttir
                
13:30 Áhrif rasks á birkivistkerfi. Jóhann Þórsson, Ása L. Aradóttir og Steve Archer        
13:50 Gróðurbreytingar á Skeiðarársandi. Kristín Svavarsdóttir og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
14:10 Colonization of mountain birch (Betula pubescens) on Skeiðarársandur. Magdalena Milli Hiedl, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Kristín Svavarsdóttir
14:30 Skógeyjarsvæðið - endurheimt votlendis úr sandi. Sveinn Runólfsson, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Ása L. Aradóttir og Kristín Svavarsdóttir    
14.50 Vatnið á sandinum. Berglind Orradóttir og Ólafur Arnalds        
15:10 Kaffihlé
15:30 Þróun jarðvegsþátta við uppgræðslu á Geitasandi. Ólafur Arnalds, Berglind Orradóttir og Brita Berglund     
15:50 Áhrif uppgræðsluaðgerða á gróðurframvindu. Ása L. Aradóttir og Kristín Svavarsdóttir   
16:10 Hekluskógar – endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Hreinn Óskarsson    
16:30 Umræður    
17:00 Ráðstefnuslit

Málstofa H: Aðbúnaður og heilbrigði búfjár (frh.) –      Stanford 1 og 2        

Fundarstjóri:  Runólfur Sigursveinsson

13:30 Áhrif fóðrunar á framleiðslusjúkdóma mjólkurkúa. Grétar Hrafn Harðarson og  Jóhannes Sveinbjörnsson
13:50 Erfðafjölbreytileiki innan íslenska nautgripastofnsins metinn með örtunglum og greiningu á einkirnabreytileikum. Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir, Magnús B. Jónsson og Jón Hallsteinn Hallsson
14:10 Vöxtur og þrif kálfa sem ganga með móður. Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Sindri Gíslason
14:30 Útbreiðsla og mögulegar orsakir fósturdauða í gemlingum. Emma Eyþórsdóttir, Jón Viðar Jónmundsson, Ólöf G. Sigurðardóttir, Eggert Gunnarsson og Sigurður Sigurðarson
14:45 Orsakir lambadauða - niðurstöður krufninga  2006- 2008. Sigurður Sigurðarson, Hjalti Viðarsson, Ólöf Sigurðardóttir, Eggert Gunnarsson, Emma Eyþórsdóttir og Jón Viðar Jónmundsson
15:00 Breytingar á vanhöldum lamba á Íslandi á síðasta áratug. Jón Viðar Jónmundsson
15:15 Kaffihlé
15:30 Tengslamyndun og langtímatengsl venjulegra íslenskra áa og forystufjár. Hafdís Sturlaugsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir
15:50 Úttekt á aflífun lamba og kælingu lambaskrokka. Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson og Valur N. Gunnlaugsson
16:10 Fjárrag, meðferð sauðfjár og aðbúnaður við flutninga. Unnsteinn Snorri Snorrason
16:30 Umræður og fyrirspurnir
17:00 Ráðstefnuslit:

Ráðstefnuslit: Sjöfn Sigurgísladóttir

Með fyrirvara um breytingar.

Myndin er frá kynningu á Sláturtertunni sem unnið var í verkefninu „Stefnumót hönnuða og bænda“ en Listaháskólinn og Beint frá býli bændur leiddu þar saman hesta sína í annað sinn.

Birt:
Feb. 9, 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fræðaþing landbúnaðarins 2009“, Náttúran.is: Feb. 9, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/09/fraeoathing-landbunaoarins/ [Skoðað:June 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 10, 2009

Messages: