Best er að tína blóm um miðjan dag, á þurrum, sólríkum degi. Blómin innihalda mest af virkum efnum þegar þau hafa rétt náð því að opnast til fulls. Setjið blómin á dimman stað eins fljótt og auðið er eftir tínslu og breiðið vel úr þeim svo að þau þorni sem fyrst. Blóm eru mjög viðkvæm og vandmeðfarin eftir tínslu, tínið því alltaf heilleg blóm og látið þau aldrei liggja saman lengur en nauðsynlegt er.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blóm“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/blm/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: