Vegna frétta um úrskurð ríkissaksóknara um að götuskráð fjórhjól, sem skráð eru sem bifhjól, megi nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum vill Umhverfisstofnun koma eftirfarandi á framfæri. Úrskurður ríkissaksóknara veitir einungis heimild til þess að nota götuskráð fjórhjól til að komast til og frá veiðilendum á vegum eða merktum vegaslóðum. Úrskurðurinn felur ekki í sér að heimilt sé að nota götuskráð fjórhjól við veiðar að öðru leyti. Notkun vélknúinna farartækja við veiðar á landi er óheimil eftir sem áður. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur og skotvopn skulu vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.

Um þessi tæki gilda ákvæði 17. tl. 1. mgr. 9. gr. laga númer 64/1994 sem heimilar aðeins notkun vélknúinna farartækja til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum.

Birt:
20. nóvember 2008
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Götuskráð fjórhjól“, Náttúran.is: 20. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/23/gotuskrao-fjorhjol/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. nóvember 2008
breytt: 13. apríl 2010

Skilaboð: