Dofri sækir um rannsóknarleyfi á náttúruverðmætum
Máli sínu til stuðnings og til skýringar umsókninni, sem markar tvímælalaust tímamót, nefnir Dofri „lög um auðlindir í jörðu“ þar sem hægt er að sækja um leyfi til iðnaðarráðherra til rannsókna á hvers konar auðlindum sem vinna má úr jörðu s.s. jarðefnum, orku sem vinna má úr jarðhita og virkjanlegu rennandi vatni. Sá aðili sem fær leyfi til orkurannsókna hefur samkvæmt lögum þessum jafnframt forgöngu um einkarétt á nýtingu auðlindarinnar, komi í ljós að nýting hennar sé arðbær.
Hins vegar virðist sem auðlindalögin líti ekki á náttúruperlur landsins sem auðlind.
Þar skþtur skökku við því færa má fyrir því góð rök að á mörgum náttúrufarslega verðmætum svæðum sem jafnframt eru nýtanleg til orkuframleiðslu sé verndun þeirra og nýting sem samræmist henni besta nýting svæðisins. Þessi frábæra hugmynd Dofra fær vonandi góðar undirtektir umhverfisráðherra, enda mikið í húfi að fjölbreyttari nýting en orkunýting verði viðurkennd sem tekjulind enda leikur ekki nokkur vafi á því að stórfengleiki íslenskrar náttúru er það sem við þurfum til hagsældar í landinu til lengri tíma litið. Það er það sem ferðamenn sækjast fyrst og fremst eftir, og er þar með undirstaða fyrir alla þá fjölmörgu aðila sem tengjast ferðaiðnaði beint og óbeint, þar með talin viðskipti á öllum sviðum.
Að ekki sé minnst á hið eiginlega þjóðarstolt okkar innfæddra, sem byggist að mjög miklu leiti á náttúru landsins. Stolt og virðing fyrir landinu eru hin raunverulegegu auðæfi og á þeim byggist vilji okkar til að harka hér á norðurhjara. En þetta þarf allt að meta til fjár ekki satt og kominn tími til að vísindalegar rannsóknir verði gerðar og komist verði að réttri niðurstöðu með virðið og þar með krónutöluna. En þá þarf líka að líta og reikna til framtíðar, hundruðir og þúsundir ára fram í tímann (og lengur) og helst geta séð fyrir um þróunina sem verður á því tímabili, þ.e. um ókomna framtíð. Eru reikniaðferðir nútíma tölfræði og hagfræði þess yfirleitt megnugar að fást við slíka útreikninga? Erum við komin að takmörkum okkar þegar kemur að útreikningum á virði náttúrunnar? Það svíður að hugsa um takmarkanir mannshugans en verum raunsæ!
-
Við erum kannski bara fær um að reikna út virði orkufyllerísins yfir eina mannsævi. Það virðist vera nógu erfitt að reikna rétt þar. Ljóst er að Dofri þarf her vísindamanna, listamanna og hagfræðinga með sér í verkefnið og ekki ljóst hvaðan fé fæst til þess, en Grasagudda óskar honum velfarnaðar með umsókn sína og bíður spennt eftir niðurstöðum.
-
Dofri Hermannsson er sitjandi varaborgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Samfylkinguna.
Brennisteinsfjöllum, Torfajökulssvæðinu, Langasjó, Ölkelduhálsi, Grændal, Skjálfandafljóti, Jökulsám Skagafjarðar, Jökulsá á Fjöllum, Kerlingafjöllum og Þjórsárverum.
Sjá bloggsíðu Dofra á mbl.is
Myndin er tekin í austurátt með Lómagnúp í forgrunni þ. 21. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dofri sækir um rannsóknarleyfi á náttúruverðmætum“, Náttúran.is: 16. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/dofri_rannsoknaleyfi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007