Svo að við berum okkur nú saman við stórþjóðirnar!
Ef marka má http://www.census.gov/main/www/popclock.html í íbúatölum væri sambærilegur fjöldi í Bandaríkjunum sama sem: 11.094.217 (3,7%) - 14.992.185 (5%) manns ... það hefði semsagt þurft um 11-15 milljón manna þátttöku í Bandaríkjunum til að jafnast á við þetta.
Um 60 milljónir búa í UK og þar hefði því þurft 2,2 - 3 milljónir manna í göngu af stærðarflokki „mótmælagöngunnar miklu“ til að vera sambærileg. Veit einhver til þess að svo stórar mótmælagöngur hafi verið haldnar í þessum löndum?
Sjá myndskeið frá göngunni á vef Ómars hugarflug.is.
Sjá vefinn Kaupum stíflu sem var settur í loftið í dag. Ath. að innihaldið er enn í mótun.
Myndin er frá Jökulsárgöngunni þ. 26. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Svo að við berum okkur nú saman við stórþjóðirnar!“, Náttúran.is: 27. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/samanburdur_stortjoda/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007