Nýsköpun í orkugeiranum
Háskólinn í Reykjavík, Innovit og Landsvirkjun bjóða til hádegisfundar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 12:00 –13:00. Fundurinn er hluti af Alþjóðlegri athafnaviku. Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Fönix 1.
Dagskrá:
- Áhrif loftslagsbreytinga á rennsli og nýtingu virkjana - Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar
- Vindorka: Möguleikar á Íslandi - Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun
- Sæstrengur til Evrópu - Edvard G. Guðnason, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar Landsvirkjunar
- Háspennulínumöstur – ný form – ný efni - Eyþór Rafn Þórhallsson, dósent við Háskólann í Reykjavík
Fundarstjóri: Gunnar Guðni Tómasson, forseti tækni- og verkfræðideildar HR.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Birt:
18. nóvember 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýsköpun í orkugeiranum“, Náttúran.is: 18. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/18/nyskopun-i-orkugeiranum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.