Hugmyndir Norræna hússins að miðgarði Reykjavíkur
Teiknistofan Happyspace frá Stokkhólmi, kynnir tillögu sína fyrir svæðið sem liggur milli Ráðhússins og Nauthólsvíkurinnar.
Tillagan er teiknuð að beiðni Norræna hússins.
Tillagan byggir á landfræðilegum og jarðfræðilegum sérkennum svæðissins og endurheimt votlendissins. Meginhugmynd tillögunnar byggir á sjónásum til fjalla og grænum trefli sem liggur þvert í gegnum miðbæinn og tengir strandlínurnar til norðurs og suðurs. Þetta skapar einstök tækifæri fyrir leik og útiveru. Jaðar garðsins verður aðlaðandi svæði á mörkum borgar og náttúru.
„Central Park Reykjavík“ verður græn líflína borgarinnar, staður til að hittast og skemmta sér, svæði sem gefur möguleika á að víkka út sjóndeildarhringinn. Garðinum má líkja við Central Park garðinn í New York borg en tekur mið af íslenskum aðstæðum, byggir á staðbundnum forsendum og dregur þar að auki upp heillandi framtíðarsýn.
Grafík: Úr tillögum Happyspace að miðgarði í Reykjavík.
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Hugmyndir Norræna hússins að miðgarði Reykjavíkur“, Náttúran.is: 15. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/15/hugmyndir-norraena-hussins-ad-midgardi-reykjavikur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.