Fljótandi áburður
Gott er að bera fljótandi áburð á spennta og gigtveika vöðva og liði. Áburðurinn er þeim eiginleikum gæddur að húðin tekur auðveldlega til sín þau efni sem lina og bæta.
Dæmi um áburð við vöðvabólgu
Hellið 50 ml af möndluolíu í skál. Bætið út í olíuna 35 ml af urtaveig með úlfarunna og 15 ml af eldpiparurtaveig. Hrærið öllu vel saman og hellið á litaða glerfllösku
Hristið flöskuna vel áður en áburðurinn er notaður vegna þess að hann vill skiljast. Einnig getur verið gott að nota lofnarblóm í stað úlfarunna, en báðar þesar jurtir slaka á vöðvum. Út í áburðinn má einnig setja nokkra dropa af jurtaolíu úr einiberjum, rósmaríni eða garðablóðbergi.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Fljótandi áburður“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/fljtandi-burur/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007