Til þess að framtíð okkar allra verði sjálfbær er mikilvægt að við pössum okkur á því að hanna með það í huga. Hönnun okkar þarf að vera útpæld og í samræmi við sjálfbæra framtíð.

Þýski iðnhönnuðurinn Dieter Rams hefur útbúið 10 boðorð hönnunar þar sem tekið er tillit til sjálfbærni.

Boðorðin 10 eru eftirfarandi:

  1. Góð hönnun er nýjungagjörn
  2. Góð hönnun gerir vöru gagnlega
  3. Góð hönnun er smekkvís
  4. Góð hönnun hjálpar vöru að vera rétt skilin
  5. Góð hönnun er hógvær
  6. Góð hönnun er hreinskilin
  7. Góð hönnun er varanleg
  8. Góð hönnun er samkvæm sjálfri sér í öllum smáatriðum
  9. Góð hönnun tekur tillit til umhverfisins
  10. Góð hönnun er eins lítil hönnun og hægt er

Myndin er af Fibonacci spíralnum. Sjá nánar um hann á Wikipedia.

Frétt af Treehugger.


Birt:
10. nóvember 2010
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „10 boðorð (sjálfbærrar) hönnunar“, Náttúran.is: 10. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2007/11/22/10-boooro-sjalfbaerrar-honnunar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. nóvember 2007
breytt: 14. nóvember 2010

Skilaboð: