10 boðorð (sjálfbærrar) hönnunar
Til þess að framtíð okkar allra verði sjálfbær er mikilvægt að við pössum okkur á því að hanna með það í huga. Hönnun okkar þarf að vera útpæld og í samræmi við sjálfbæra framtíð.
Þýski iðnhönnuðurinn Dieter Rams hefur útbúið 10 boðorð hönnunar þar sem tekið er tillit til sjálfbærni.
Boðorðin 10 eru eftirfarandi:
- Góð hönnun er nýjungagjörn
- Góð hönnun gerir vöru gagnlega
- Góð hönnun er smekkvís
- Góð hönnun hjálpar vöru að vera rétt skilin
- Góð hönnun er hógvær
- Góð hönnun er hreinskilin
- Góð hönnun er varanleg
- Góð hönnun er samkvæm sjálfri sér í öllum smáatriðum
- Góð hönnun tekur tillit til umhverfisins
- Góð hönnun er eins lítil hönnun og hægt er
Myndin er af Fibonacci spíralnum. Sjá nánar um hann á Wikipedia.
Frétt af Treehugger.
Birt:
10. nóvember 2010
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „10 boðorð (sjálfbærrar) hönnunar“, Náttúran.is: 10. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2007/11/22/10-boooro-sjalfbaerrar-honnunar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. nóvember 2007
breytt: 14. nóvember 2010