Treflaverksmiðjan - Vík Prjónsdóttir á HönnunarMars
Eitt af aðalsmerkjum Víkur Prjónsdóttur er rekjanleiki og gagnsæi framleiðslu Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Á HönnunarMars mun Vík Prjónsdóttir opna treflaverksmiðju að Laugavegi 6, opið frá kl. 10:00-18:00, þar sem gestir geta fylgst með framleiðslunni og keypt nýlagaða trefla. Bæði hönnuðirnir og starfsmenn framleiðslunnar í Vík munu sjá um að framleiða treflana. Eins og í öllum verksmiðjum stöðvast framleiðslan ekki nema í kaffihléum og mun því vera stöðugur púls, hiti og sviti í þessari litlu verksmiðju.
Móttaka fyrir boðsgesti verður haldin föstudaginn 25. mars á milli 17 og 19.
Birt:
24. mars 2011
Tilvitnun:
Hönnunarmiðstöð „Treflaverksmiðjan - Vík Prjónsdóttir á HönnunarMars“, Náttúran.is: 24. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/24/treflaverksmidjan-vik-prjonsdottir-honnunarmars/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.