Kvískerjasjóður auglýsir styrki
Kvískerjasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2011. Stjórn sjóðsins mun horfa sérstaklega til umsókna sem tengjast störfum og áhugasviði Kvískerjasystkinanna. Umsóknarfrestur er til 4. apríl 2011 og skal umsóknum skilað í rafrænu formi. Úthlutað verður fyrir lok apríl og verður öllum umsóknum svarað.
Umsóknum skal fylgja:
- Greinagóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess.
- Tímaáætlun, sem gerir grein fyrir framvindu verkefnisins.
- Gera skal grein fyrir helstu samstarfsaðilum.
- Gera skal grein fyrir fjárhagsáætlun verkefnisins, framlagi samstarfsaðila og fjárhæð sem sótt er um.
Umsóknir skal senda til formanns sjóðsstjórnar, Sigurlaugar Gissurardóttur, Brunnhól á Mýrum, 781 Hornafjörður, merktar Kvískerjasjóður á netfangið sigurlaug@brunnholl.is. Nánari upplýsingar veittar á sama netfangi eða í síma 478 1029.
Kvískerjasjóður var stofnaður af umhverfisráðuneytinu, til heiðurs systkinunum á Kvískerjum í Öræfum, fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu með veitingu rannsóknastyrkja til einstaklinga og stofnana.
Framvegis verður styrkjum úr sjóðnum úthlutað annað hvert ár.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Kvískerjasjóður auglýsir styrki“, Náttúran.is: 15. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/15/kviskerjasjodur-auglysir-styrki/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.