Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins kynna málþing um mat á ástandi úthaga og leiðir til að nýta þekkingu til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Málþingið er öllum opið og verður haldið mánudaginn 18. júní, kl. 14-16 í sal Þjóðminjasafns Íslands og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá:

  • Setning málþings – Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
  • Rangeland health condition in Iceland– Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins og Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Global Sustainable Land Management: Opportunities to Integrate Local and Scientific Knowledge Based on an Understanding of Land Potential – Jeffrey Herrick, jarðvegsfræðingur við rannsóknastöð bandaríska landbúnaðarráðuneytisins (USDA-ARS) í Jornada, Nýju Mexíkó.
  • Umræður

Jeffrey Herrick er sérfræðingur í mati á ástandi úthaga og starfar við Jordana rannsóknastöðina í Nýju Mexíkó sem er leiðandi í þessum fræðum á heimsvísu. Hann hefur unnið við þróun á aðferðum til að meta þanþol (resilience), framleiðslugetu (land potential) og ástand vistkerfa víða um heim. Jeffrey verður hér á landi vegna kennslu við Landgræðsluskólann í júní.

Ljósmynd: Kindur framundan, á hálendinu ©Árni Tryggvason.

Birt:
14. júní 2012
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Ástand landsins - moldrok eða grænar hlíðar? “, Náttúran.is: 14. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/14/astand-landsins-moldrok-eda-graenar-hlidar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: