Varasamur illgresiseyðir
Plöntusjúkdómafræðingurinn Don Huber sem starfaði við Prude háskóla í Bandaríkjunum hefur ritað Tom Vilsack lanbúnaðarráðherra Bandaríkjanna bréf þar sam hann varar við hættu sem stafar frá Roundup, illgresiseyði frá Monsanto. Hann telur að örsmáar örverur sem fundust nýlega séu ástæða sjúkdóma í plöntum, dýrum og að öllum líkindum fólki megi rekja til efna í Roundup. Þessar örverur séu mjög útbreiddar og ástandið sé mjög alvarlegt.
Talsmenn Monstanto segja engar áræðanlegar rannsóknir benda til þess að þetta sé með þessum hætti.
En það er háttur fyrirtækja af þeirri stærðargráðu sem Monsanto er að bregðast við með þeim hætti. Sama hætti og alkunna er að tóbaksfyrirtækin höfðu á sínum viðbrögðum. En reyndin var svo önnur.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Varasamur illgresiseyðir“, Náttúran.is: 24. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/24/varasamur-illgresiseydir/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.