„Of lengi hafa of fáir farið með vald þjóðarinnar án auðmýktar. Íslendingar eru óánægðir lýðræðissinnar sem geta tekið valdið til sín aftur,” segir í nýrri bók eftir Gunnar Hersvein sem Skálholtsútgáfan gefur út. Bókin nefnist Þjóðgildin og fjallar um gildin sem viska fjöldans valdi á Þjóðfundinum 14. nóvember 2009:

Heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleikur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni, lýðræði, fjölskylda, jöfnuður og traust.

Gunnar Hersveinn fjallar um hvert og eitt gildi og hvetur til samræðu um samfélag þar sem nægjusemin stígur fram og græðgin hopar á fæti. Í bókinni er fjallað um hvernig efla megi lýðræði og jöfnuð, samábyrgð og frelsi á nýjan leik í þágu almennings. Fullyrt er að þjóðin vilji sporna gegn spillingu og græðgi tíðarandans, og móta heiðarlegt samfélag sem byggir á virðingu, jafnrétti, réttlæti og kærleika.

Bókin er skrifuð til að hvetja Íslendinga til að íhuga þjóðgildin áfram og markmiðið er að hún nýtist í umræðunni sem er framundan í vetur meðal annars í tengslum við Þjóðfund og Stjórnlagaþing sem Alþingi Íslendinga stendur fyrir.

Hönnuður Þjóðgildanna er Sóley Stefánsdóttir.

Birt:
29. október 2010
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Þjóðgildin “, Náttúran.is: 29. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/29/thjodgildin/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: