Dagsbirtulýsing - skammdegislýsing

Dagsljós er mjög breytilegt á Íslandi með veðrabreytingum, milli árstíða og milli daga og ekki síst yfir daginn. Rafmagnslýsingu er stöðugt verið að þróa meðal annars í þá átt að líkja eftir dagsbirtu og nálgast þau áhrif sem hún hefur á fólk.

Ljós í myrkri er sýning þar sem varpað er ljósi á þessa þróun og verður hún opnuð fimmtudaginn 24. júlí nk. kl. 17:00 í Galleríi 100° í Orkuveituhúsinu að Bæjarhálsi 1. Fulltrúar fjölmiðla eru velkomnir að vera við opnunina.

Kastljósinu verður m.a. beint að því hvernig lýsing og birta hefur áhrif á mannslíkamann. Þar eru hormónin kortisól og melatónín í sviðsljósinu. Þau stjórna líkamsklukkunni á þann veg að kortisól vekur okkur og skerpir athyglina en melatónín veldur syfju.

Að sýningunni koma sérfræðingar á ýmsum sviðum hþbýla- og skrifstofulýsingar og verða dagsbirtulýsing og skammdegislýsing í brennidepli. Þar skiptir litur ljóssins ekki síður máli en styrkur þess og á sýningunni verða kynntar niðurstöður ljósmyndarannsóknar á sólsetrinu í Reykjavík.

Að sýningunni standa:

Orkuveita Reykjavíkur
VST-Rafteikning – sýningarhönnun
Ásta Logadóttir – texti, rannsóknir, myndefni
Finnbogi Pétursson – hljóð
Flúrlampar hf. – sérsmíði lampa, stýringar
Logoflex – sérsmíði skerma
Byko – Philips
Reykjafell – Zumtobel
Lumex – Artemide
Signature húsgögn – Sun Furniture
Birt:
22. júlí 2008
Tilvitnun:
Eiríkur Hjálmarsson „Ljós í myrkri í Galleríi 100°“, Náttúran.is: 22. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/22/ljos-i-myrkri-egislysing/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: