Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var fjallað um að Kolviðarverkefnið veki upp spurningar hjá sérfræðingum á Náttúrufræðistofnun Íslands og að Kolviðarverkefnið sé nú til sérstakrar athugunar innan stofnunarinnar.

Náttúrufræðingar segja verkefnið vekja áleitnar spurningar og hafa áhyggjur m.a. af að ræktun erlendra trjáa í miklum mæli gæti ógnað lífríki landsins. Nær væri að endurheimta votlendi til að binda kolefni. Jón Gunnar Ottósson forstöðumaður NÍ vildi þó ekki tjá sig um málið í dag. Aðrir náttúrufræðingar segja verkefnið vekja áleitnar spurningar og telja fulla ástæðu til að skoða máiið ofan í kjölinn.

Birt:
20. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Spurningarmerki við skógræktarátak Kolviðar “, Náttúran.is: 20. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/20/spurningarmerki-vi-skgrktartak-kolviar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: