Orð dagsins 25. júní 2008

Mikið misræmi er milli orða og gjörða norskra neytenda hvað umhverfismál varðar. Í nýrri könnun Umhverfisstofnunar Noregs (SFT) kom í ljós, að um 40% landsmanna telja sig vera mjög umhverfismeðvitaða. Hins vegar svipast aðeins 15% alla jafna um eftir Norræna svaninum og Evrópublóminu þegar þeir kaupa inn, rúmur þriðjungur hendir sparperum í ruslið eins og ekkert sé, þó að þær innihaldi kvikasilfur, aðeins 11% velja málningu með tilliti til áhrifa hennar á umhverfi og heilsu, og aðeins 13% láta umhverfisþætti ráða vali sínu á þvottaefnum.
Lesið frétt á heimasíðu SFT 21. júní sl.

Birt:
25. júní 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Umhverfismeðvitund aðeins í huganum?“, Náttúran.is: 25. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/30/umhverfismeovitund-aoeins-i-huganum/ [Skoðað:7. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2008

Skilaboð: