Auglýsingaherferð Lexus þar sem þeir auglýsa fjórhjóladrifin götujeppa sem „umhverfisvænan“ hafa verið bannaðar í Bretlandi af auglýsingasambandinu þar í landi. Yfirskrift auglýsingaherferðar Lexus RX 400h var: Mikil afkastgeta, lítill útblástur, ekkert samviskubit.

Auglýsinginn var sögð villandi, þar sem það var gefið til kynna að götujeppinn hefði lítil sem engin skaðleg áhrif á umhverfið.

Auglýsingasambandið og talsmenn Lexus deildu aðallega um magn losunar koltvísýrings sem var hátt miðað við aðra bíla, en talsmenn Lexus segja þessa tegund götujeppa losa mun minna en bílar með svipaða afkastagetu og af svipaðri stærð.
Þó að auglýsingasambandið í Bretlandi hafi tekið undir þetta með talsmönnum Lexus bættu þeir við að yfirskriftin væri villandi vegna þess að hún gaf í skyn að götujeppinn losaði mun minna í samanburði við bíla almennt og þess vegna hefði hann lítil sem engin skaðleg áhrif á umhverfið.

Sambandið ákvað að Lexus hefði ekki rétt til að gera þennan samanburð og tala um „umhverfisvæni“ bíla í auglýsingum framvegis ef þeir gætu ekki sannað það.
Dæmt var í málinu aðeins tveimur dögum á eftir að auglýsingaherferð um hvernig má draga úr koltvísýringslosun var sett af stað í Bretlandi.

Sjá frétt á síðu The Guardian hér

Birt:
25. maí 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Lexus auglýsingar bannaðar í Bretlandi“, Náttúran.is: 25. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/25/lexus-auglsingar-bannaar-bretlandi/ [Skoðað:7. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: