Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum ætla að sinna umhverfismálum betur á næsta ári, m.a. með því að spara orku og skila meiri úrgangi til endurvinnslu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem sagt var frá sl. mánudag. Helmingur aðspurðra ætla að strengja „grænt“ áramótaheit, 67% ætla að draga úr efnanotkun í heimilishaldi og 42% ætla að taka taupoka með sér í búðina í stað þess að kaupa plastpoka.
Lesið frétt á PlanetARk/Reuter í dag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Grafík: 3 af hverjum 4 Bandaríkjamönnum vilja verða grænir, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.
Birt:
19. desember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 18. desember 2007“, Náttúran.is: 19. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/19/oro-dagsins-18-desember-2007/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: