Kreppan seinkar þróun á vistvænni orkugjöfum
Orða dagsins 30. september 2008.
Yfirstandandi lausafjárkreppa gæti seinkað þróun lífeldsneytis, bæði vegna þess að lánsfé er nú dýrara og óaðgengilegra en áður og vegna þess að stjórnvöld einstakra ríkja gætu neyðst til að draga úr styrkjum og niðurgreiðslum til rannsókna og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig hefur Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna, sagt að hann gæti þurft að endurskoða áætlanir sínar um fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, til að vega að einhverju leyti upp á móti hugsanlegu 700 milljarða dollara neyðarframlagi ríkisins til fjármálageirans.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
30. september 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kreppan seinkar þróun á vistvænni orkugjöfum“, Náttúran.is: 30. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/05/kreppan-seinkar-throun-vistvaenni-orkugjofum/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. október 2008
breytt: 8. október 2008