Á vef alþjóðlega eldhússgarðsins kitchengardeners.org birtist nýlega grein eftir félaga sem kallar sig einfaldlega Roger en hann tók þátt í vikulöngu námskeiði um ræktun í Berlín í Þýskalandi. Greinin er lítillega stytt í þýðingu.

Kæri Eldhússgarðsræktand.

Alls staðar í kringum okkur eru veggir (girðingar) en sumir þeirra eru risavaxnari en aðrir. Ef þú ert eins og ég, þá hefur þú gert þér grindverk eða runna til að aðgreina garðinn þinn frá nágrannanum. Ef þú ert heppinn er girðingin eða runninn nógu lág til að hægt sé að heilsa nágrannanum og skiptast á einhverju smálegu af uppskerunni. Erfiðu veggirnir eru hinir „ósýnilegu“ menningarlegu, pólitísku og efnahagslegu veggir, sem aðskilja okkur og koma í veg fyrir að við getum unnið saman að samfélagslegum umbótum.

Nýlega var í Berlín haldið vikulangt námskeiði um matjurtarræktun í borgum. Á sama tíma og Berlínarbúar fögnuðu tuttugu ára afmæli falls Berlínarmúrsins og sameiningu Þýskalands, var það sérstök tilfinning að rökræða um mátt garðræktar til að brjóta niður múra samfélagsins. Gestgjafagarðurinn þessa viku var Prinsessugarðurinn, nýr 6000 fermetra hverfisgarður sem kúrði áður í skugga múrsins. Nú er hann fullur af fólki, býflugum og matjurtum. Prinsessugarðurinn er líkur öðrum hverfisgörðum sem þið kunnið að hafa séð að öllu öðru leyti en því að ekki einni einustu jurt í garðinum er plantað beint í jörðina. Þetta er færanlegur garður þar sem til jurtunna er fyrst sáð í plastkassa, hrísgrjónapoka, mjólkurfernur og endurnýtanleg drykkjarílát.

En af hverju að hafa garð færanlegan frekar en skapa eitthvað endingarbetra? Samtökin sem standa að garðinum sáu tækifæri í því að gera það sem áður var einskis manns land að fallegu og gjöfulu svæði en af því að þau eiga ekki landið hafa þau ekki leyfi til að gróðursetja neitt beint í jörðina. Þetta hefur þó ekki hindrað þá í að rækta ferskt grænmeti í tonnavís og það sem meira er að rækta um leið samfélagslegan anda hverfisins.

Verkefnið hefur á aðeins tveim árum breytt hverfi sem áður var grátt og dauflegt í það að vera ljósgrænt og bjart. Þeir sem búa í hverfinu vinna ekki aðeins í garðinum heldur leika sér þar einnig. Fólk situr við viðarborð undir sólskýli gerðu úr gömlu segli af seglskútu og drekkur kaffi eða bjór og borðar einfaldan mat úr matjurtum garðsins.

Þarna eru skipulagðir leikar fyrir börn til að hjálpa næstu kynslóð að læra að rækta og til að innprenta þeim gildi heilbrigðrar fæðu. Fyrrum íbúar Austur-Berlínar blanda þarna geði við tyrkneska innflytjendur og aðra af sem tilheyra hinum fjölþjóðlega íbúaskara. Í dag finna þeir þarna sameiginlegan tilvistarstað jafnvel þó þeir geti ekki plantað neinu þar. Við horfum fram á gígurlegan vanda ef við eigum að geta brauðfætt hinn örtvaxandi skara borgarbúa. Það sem ég lærði þessa viku í Berlín var að að margt gengur upp ef við fjarlægjum múrana og nýtum orkuna í þágu hvers annars enda bíða okkar sameiginleg örlög. Og það sem meira er ég lærði að við höfum ekki efni á að bíða eftir réttu kringumstæðunum, landi, fjármagni, veðri o.s.frv. til að fara að rækta. Hið fræga skáld Þjóðverja Wolfgang von Göthe hefur ef til vill  túlkað þessa hugsun best með orðunum: Hvað sem þú getur gert, eða dreymir um að gera, byjaðu þá á því. Nú er ræktunartímabilinu að ljúka hér á norðurhveli en hefjast í suðrinu. Ég vona að þið uppfyllið drauminn ykkar um garðinn á komandi vikum og mánuðum. Hvort sem það er að stækka ykkar eigin garð, eða hjálpa öðrum í nágrenningu til að stofna skólagarða þá þarf heimurinn á öllum þeim töfrabrögðum og hugrekki sem garðyrkjufólk býr yfiri að halda einmitt núna.

Birt:
10. október 2010
Höfundur:
Roger
Tilvitnun:
Roger „Prinsessugarðurinn í Berlín“, Náttúran.is: 10. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/10/prisessugardurinn-i-berlin/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: