Stjórnir REI (Reykjavík Energy Invest) og Geysis Green Energy hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda. Við sameininguna verður til.

Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy er REI orðið leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma og eitt öflugasta fyrirtæki heims, bæði í rafmagnsframleiðslu og rekstri hitaveitna. Félögin hafa lagt áherslu á uppbyggingu viðskiptasambanda og fjárfestinga erlendis og eftir sameiningu eru mörg leiðandi fyrirtæki á sviði jarðvarma innan vébanda félagsins:

  • 100% eignarhlutur í Jarðborunum, einu fremsta fyrirtæki veraldar í nýtingu jarðvarma og borana, sem var áður í eigu Geysis Green Energy.
  • 48% eignarhlutur í Hitaveitu Suðurnesja, sem er samanlagður hlutur beggja félaganna.
  • 70% eignarhlutur í Enex, sem vinnur að þróun jarðvarmaverkefna víðsvegar um heiminn, sem er samanlagður hlutur beggja aðila.
  • 66% eignarhlutur í Enex Kína sem vinnur að þróun hitaveitna í Kína.
  • 20% eignarhlutur í Western GeoPower í Kanada sem vinnur að þróun tveggja jarðvarmavirkjana í Bandaríkjunum. Þessi hlutur var áður í eigu Geysis Green Energy.
  • 46% hlutur í Exorku International, sem vinnur að byggingu jarðvarmaorkuvera sem nýta svo kallaða Kalina-tækni til raforkuvinnslu. Þessi hlutur var áður í eigu Geysis Green Energy.

Til þessa hafa félögin verið í góðu samstarfi erlendis og með sameiningu mun bæði skapast aukinn slagkraftur og frekari sóknarfæri í Evrópu, Ameríku og Asíu. Áfram verður unnið náið með Orkuveitu Reykjavíkur í erlendum verkefnum félagsins. Samkomulag er á milli aðila um að einkaleyfisbundin starfsemi Hitaveitu Suðurnesja (veitukerfi sveitarfélaga) verði í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar.

Eftir sameiningu félaganna verður heildarhlutafé rúmir 40 milljarðar króna og helstu eigendur verða:
  • Orkuveita Reykjavíkur 35,5%
  • FL Group, 27%
  • Atorka Group 20,1%
  • Gitnir banki 6,2%
  • Goldman-Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson 2,9%
  • VGK-Hönnun 2,2%
  • Aðrir 6,1%

Stjórnarformaður félagsins verður Bjarni Ármannsson og forstjórar félagsins verða Guðmundur Þóroddsson og Ásgeir Margeirsson. Sameinað félag verður vel í stakk búið til að mæta erlendri samkeppni og skipa sér í fremstu röð á sínu sviði og er verkefnastaða sameinaðs félags og tengdra félaga góð. Fyrirsjáanleg eru verkefni um byggingu og kaup um 700 megawatta raforkuvinnslu sem ná m.a. til Bandaríkjanna, Filippseyja, Grikklands, Indónesíu, Þýskalands og Eþíópíu. Framtíðarmarkmið félagsins er að framleiða 3-4.000 megavött fyrir lok árs 2009.

Með sameiningu fyrirtækjanna verður til leiðandi fyrirtæki sem hefur burði til að halda varanlegri forystu í nýtingu jarðhita í heiminum. Íslensk þekking og nýting íslensks hugvits er grunnurinn að framtíðarvexti fyrirtækisins. Með því að fjárfesta í vexti þessarar atvinnugreinar teljum við að fjárfestingarnar eigi að geta orðið arðbærar og stuðlað að vistvænni veröld. Í dag er því horft til margra kosta við öflun orku. Jarðvarmi er hagkvæm og umhverfisvæn leið til að framleiða orku. Einungis lítið brot jarðhita í heiminum hefur þegar verið nýtt. Stjórn og starfsfólk REI er stolt að eiga aðild að því að nýta slík tækifæri í framtíðinni.

Það er ánægjulegt að taka þátt í að móta jafn öflugt félag og Reykjavik Energy Invest er eftir sameiningu. Við sjáum mikil sóknarfæri á alþjóðavettfangi og sú mikla þekking sem skapast hefur innan félaganna mun nýtast vel í framgangi þess á næstu árum. Fjárfestar hafa verið að sýna verkefnum sem þessum aukinn áhuga og aðkoma FL Group að þessu nýja félagier í samræmi við okkar fjárfestingarstefnu.“

Glitnir er ráðgjafi Geysis Green Energy í sameiningarferlinu.

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason, stjórnarformaður í Geysi Green Energy og forstjóri FL Group, munu kynna samruna félaganna á fjárfestafundi FL Group í London á morgun, fimmtudaginn 4.október. Efni frá kynningarfundinum verður gert aðgengilegt á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is.

Stjórn Reykjavik Energy Invest barst erindi frá Starfsmannafélagi Orkuveitu Reykjavíkur í byrjun september þar sem þess var farið á leit að starfsfólki Orkuveitunnar gæfist kostur á að kaupa hlut í Reykjavik Energy Invest. Í gær var starfsfólki OR gerð grein fyrir tilboði um kaup á hlut í félaginu. Það felur í sér að starfsmenn geta skráð sig fyrir kaupum á 100, 200 eða 300 þúsund króna hlutum að nafnvirði á genginu 1,3.

Reykjavik Energy Invest (REI) er fjárfestingar og viðskiptaþróunararmur Orkuveitu Reykjavíkur á alþjóðavettvangi. REI er stofnað í mars 2007 og er í 93% eigu Orkuveitunnar. REI er fjölþjóðlegt fjárfestingar og viðskiptaþróunarfélag sem einbeitir sér að fjárfestingu í jarðvarmavirkjunum, jarðvarmaveitum og grunnuppbyggingu í verkefnum þar sem tækifæri eru í nýtingu endurnýjanlegrar orku úr jarðvarma.

Geysir Green Energy var stofnað í janúar á þessu ári af FL Group, Glitni og VGH hönnun. Félagið hefur unnið að fjölmörgum jarðhitaverkefnum á liðnum mánuðum og hefur m.a. eignast Jarðboranir, 32% hlut í Hitaveitu Suðurnesja og fjárfest í jarðhitafélögum í Kanada, Þýskalandi og á Filippseyjum. Höfuðstöðvar Geysis eru í Reykjanesbæ.

Af vef Orkuveitur Reykjavíkur .

Birt:
3. október 2007
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Geysir Green Energy og REI sameinuð“, Náttúran.is: 3. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/03/geysir-green-energy-og-rei-sameinu/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. október 2007

Skilaboð: