Á Íslandi eru framleiðendur og innflytjendur efna skyldugir að láta notanda, sem notar efnið í atvinnuskyni, í té öryggisblað sem inniheldur allar helstu upplýsingar um eiginleika efnisins og hvernig skuli bregðast við slysum. Upplýsingarnar sem eiga að koma fram á blaðinu eru eftirfarandi:

  1. Heiti efnis eða efnavöru og upplýsingar um framleiðanda, innflytjanda eða seljanda
  2. Samsetningu/upplýsingar um innihald
  3. Hættuflokkun
  4. Skyndihjálp
  5. Viðbrögð við eldsvoða
  6. Viðbrögð við efnaleka
  7. Meðhöndlun og geymslu
  8. Takmörkun áverkunar (exposure)/persónuhlífar
  9. Eðlis- og efnafræðilega eiginleika
  10. Stöðugleika og hvarfgirni
  11. Eiturefnafræðilegar upplýsingar
  12. Hættur gagnvart umhverfi
  13. Förgun
  14. Flutning
  15. Lög og reglugerðir
  16. Aðrar upplýsingar

Innihald öryggisblaða á erindi við alla, óháð því hvort efnin séu notuð í atvinnuskyni eða ekki. Viðbrögð við slysum og skyndihjálp er ekkert örðuvísi fyrir fólk þó svo að efnið hafi verið notað til einkanota. Því er farið fram á að allir framleiðendur/innflytjendur sem yrðu að gera öryggisblöð samkvæmt reglugerð 1027/2005 [um öryggisblöð] óháð því hvort um er að ræða atvinnustarfsemi eða ekki, skrái þau á náttúran.is þó þau séu til einkanota. Með því er einnig uppfyllt skilyrðin um skrásetningu varúðar og hættusetninga ásamt hættumerkingum samkvæmt reglugerð 236/1990 [um meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni ásamt áorðnum breytingum], sem farið er fram á undir fyrirsögninni “Hættuleg efni” hér á náttúran.is.

Grafík: Tákn sem notað er eingöngu hér á vefnum þegar fjallað er um öryggisblöð almennt ©Náttúran.is.
Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Öryggisblöð“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. janúar 2008

Skilaboð: