Vetnisefnarafala-ljósavél og visthæfir bílar - Sýning
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24.apríl verður vetnisefnarafala -ljósavél um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu tekin í notkun. Við sama tækifæri mun Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka við kraftmiklum vetnisdrifnum Ford Focus. Ráðstefnugestir af ráðstefnunni North Atlantic Hydrogen Association sem haldin verður á morgun þ. 23. apríl hjá Orkuveitu Reykjavikur að Bæjarhálsi 1 er boðið að koma með í bátsferðina.
Hvalskoðunarskipip Eldingin mun leggjast að Miðbakka framan við Kolaportið um kl 11:00 og þar verður umhverfisráðherra og fulltrúar borgarinnar og starfsmenn helstu samstarfsaðlia Íslenskrar NýOrku í SMART-H2 verkefninu. Þegar skipið hefur farið sína fyrstu vetnisför verður opnuð bílasýning þar sem almenningi gefst færi á að prófa ýmsa bíla sem hafa minni útblástur en eldri gerðir bíla en NýOrka bauð bílgreinasambandinu að vera með í kynningu bíla fyrir almenning. Þarna verður NýOrka með A-class rafalabíl frá Daimler.
Um borð í Eldingu er verið að koma upp sýningarrými í lestinni. Þar sést efnarafalinn sem er tengdur rafkerfi skipsins af Varmaraf hf og fræðsluefni um tæknina. Einnig hefur verið komið fyrir áfyllingarbúnaði á Ægisgarði sem hannaður og smiðaður er af Icelandic Hydrogen og Varmarafi.
Nú eru vetnisbílar á götum orðnir 12 en eins og kunnugt er eru engir strætisvagnar knúnir vetni lengur í Reykjavik. Vonandi verða þeir keyptir til landsins á næstu árum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vetnisefnarafala-ljósavél og visthæfir bílar - Sýning“, Náttúran.is: 22. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/22/vetnisbatur-og-visthaefir-bilar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.