Sjálfbærni í fatahönnun og klæðaburði
Fyrirlestur um sjálfbærni í fatahönnun og klæðaburði verður haldin í Norræna húsinu þ. 20. mars nk. kl. 12:15 en fyririlesarinn Karl Aspelund veltir upp spurningum um hvað þurfi að kenna og hvað við þurfum að læra til þess að innleiða aðferðir til sjálfbærri hönnunar og breytingar á neysluvenjum almennings.
Fata- og textíiiðnaðurinn hafa lengi vel ekki verið barnanna best í tengslum við umhverfispjöll. Áríðandi er að innleiða sjálfbærar aðferðir, sem ná yfir allt vistferli fatnaðarins. Slíkar aðferðir krefjast endurskoðunar á hönnunaraðferðum sem og venjum neytenda. Ný viðmið og endurskoðaðar aðferðir verða að eiga sér rætur í kennslustofum, hönnunarstofum, á heimilum, og á okkur sjálfum. Fræðsla, hvort sem hún er miðuð við skólafólk, fagfólk eða almenning, þarf að vera hnitmiðuð og af sterkum grunni. Farið verður yfir helstu atriði frá sjónarhóli hönnunarkennslu og þrjú meginatriði til uppfræðslu fagfólks og almennings verða útskýrð og sett í samhengi við íslenskar aðstæður.
Karl Aspelund kennir fatahönnun í Bandaríkjunum, við University of Rhode Island og stundar nám til doktorsgráðu við Boston University. Áhugasvið hans er samspil fatahönnunar og sjálfsmyndar þjóða og um þessar mundir er hann að hefja rannsókn á stöðu og merkingu þjóðbúninga kvenna á Íslandi í dag. Hann hefur kennt og unnið sem hönnuður í Bandaríkjunum frá 1996, en kenndi áður fatahönnun og fleira við Iðnskóla Reykjavíkur. Þar sá hann um uppsetningu Iðnhönnunarbrautar og stjórnaði henna fyrsta starfsárið. Karl hannaði einnig leikmyndir og búninga fyrir kvikmyndir og fjölda leikhúsverka, sem og iðnsýningar og listaverk. Hann er höfundur The Design Process, sem er notuð til kennslu í á fimmta tug háskóla í Bandaríkjunum. Næsta bók Karls, Fashioning Society, um hlutverk hátískuhönnunar í nútímaþjóðfélagi vesturlanda, kemur út í vor.
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Sjálfbærni í fatahönnun og klæðaburði“, Náttúran.is: 12. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/12/sjalfbaerni-i-fatahonnun-og-klaeoaburoi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. mars 2009