Að framleiða hreina orku úr sorpi og brennanlegum efnum
immtudaginn 7. október, kl. 15:00 ætla þeir Mikael Rüdlinger og Karl-Magnus Mattsson frá BNL Clean Energy að vera með kynningu í Orkugarði á lausnum er snúa að útblásturslausri orkutækni.
BNL Clean Energy hefur þróað og fengið einkaleyfi fyrir nýju útblásturslausu vinnsluferli á lífrænum úrgangi og öðrum brennanlegum efnum. Lykilþáttum ferlisins verður lýst og fjallað um hvers lags efnivið er hægt að nota sem inntak í það og svo hvað framleitt er s.s. rafmagn, orka til upphitunar og/eða kælingar og tilbúið eldsneyti. Einnig er lýst hvernig mengandi efni og þungmálmar í inntaksefniviðnum eru fjarlægð í ferlinu. Að lokum er nýja vinnsluferlið borið saman við hefðbundna sorpbrennslutækni, og farið yfir kosti og fjárhagslega hagkvæmni hinnar nýju útblásturslausu orkutækni.
Birt:
Tilvitnun:
Orkustofnun „Að framleiða hreina orku úr sorpi og brennanlegum efnum“, Náttúran.is: 6. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/06/ad-framleida-hreina-orku-ur-sorpi-og-brennanlegum-/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.