Baráttufundur við Urriðafoss
Sól í Flóanum, áhugahópur um verndun Þjórsár heldur baráttufund við Urriðafoss á sunnudaginn 1. júlí kl. 15:00. Náttúruunnendur, áhugafólk um verndun fossins og Flóamenn allir eru hvattir til að mæta og sýna þannig hug sinn. Fólki er bent á að sameinast í bíla eins og kostur er, nota bílastæði fjær fossinum, koma gangandi, á reiðhjóli eða ríðandi eða gera annað það sem kemur í veg fyrir bílastæðavandamál.
Dagskráin verður stutt og hnitmiðuð, nærveran við fossinn verður aðalatriðið.
Birt:
28. júní 2007
Tilvitnun:
Sól í Flóanum „Baráttufundur við Urriðafoss“, Náttúran.is: 28. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/28/barttufundur-vi-urriafoss/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.